Uncategorized — 27/07/2011 at 11:21

Hverjir verða mótherjar í Meistaradeildinni ?

by

Nú kemur senn í ljós hvaða liði Arsenal mun mæta í undankeppni meistaradeildarinnar en fyrri leikurinn í þeim slag verður spilaður 16-17 Ágúst og sá seinni 23-24 Ágúst.

Hvaða liði getur Arsenal svo mætt ?

Það eru 20 lið sem eru í þessum Play-Off hluta keppninnar, þeim er skipt niður í tvennt. Meistarar og ekki meistarar. Arsenal fer í ekki meistarar hópinn og getur þar með ekki mætt liði sem var meistari í sínu heimalandi á síðustu leiktíð.

Sigurvegar úr þessum leikjum komast áfram:

Standard Liege (Belgium) – FC Zürich (Switzerland)
Benfica (Portugal) – Trabzonspor (Turkey)
Dynamo Kyiv (Ukraine) – Rubin Kazan (Russia)
Twente (Holland) – FC Vaslui (Romania)
Odense (Denmark) – Panathinaikos (Greece)

Ásamt  Arsenal, Villareal, Udinese, Bayern Munich og Lyon. Þegar ljóst er hvaða lið standa uppi sem sigurvegarar úr þessum leikjum þá verður liðunum raðað eftir styrkleika stigum UEFA, eina liðið sem er með fleiri styrkleikastig en Arsenal er Bayern Munich þannig að Arsenal verður því örugglega í þessum hærri styrkleikaflokki og mætir því liði sem er í lægri styrkleikaflokki.

Líkleg lið í hærri styrkleikaflokknum eru því: Bayern, Arsenal, Lyon, Benfica og Villarreal og þá standa eftir lið sem eru mjög líkleg til að verða mótherjar Arsenal en þau lið eru. Dynamo KyivUdinese,PanathinaikosTwente eða Standard Liege.

En athugið að þessi spádómur þarf ekki að ganga eftir þar sem verið er í raun að giska á úrslit leikja, FC Vaslui frá Rúmeníu gæti þess vegna verið líklegur mótherji. En það verður dregið 5 Ágúst hvaða lið muni mæta hverju.

Comments

comments