Uncategorized — 07/07/2011 at 15:11

Hver vill ekki Benzema fyrir 27M punda ?

by

Arsene Wenger ætlar bjóða 27 milljónir punda í Karim Benzema ef hann missir bæði Cesc Fabregas og Samir Nasri í sumar. Fréttir þess efnis eru nokkuð áberandi á fréttamiðlum þennan daginn.

En eins og efni fréttarinnar segir til um þá er þetta aðeins slúður enn sem komið er en af fenginni reynslu þá er nú yfirleitt alltaf eitthvað til í slúðrinu.

Ef Wenger kaupir Benzema fyrir 27 milljónir punda þá yrði Benzema dýrasti leikmaður Arsenal en Andrei Arshavin er sá dýrasti hingað til en hann var keyptur á 14 milljónir punda.

Benzema er núna hjá Real Madrid og átti í töluverðum erfiðleikum með að komast í lið Real á síðustu leiktíð en náði þó samt að skora 26 mörk. Benzema kostaði Real Madrid 35 milljónir evra sumarið 2009.

Það yrði draumur að fá Benzema en þetta eru ekki þessu venjulegu kaup sem Wenger mundi gera.

 

Comments

comments