Uncategorized — 14/04/2012 at 23:22

Hver verður næsta hægra hönd Wenger ?

by

Það eru nokkrar stórar spurningar sem eru eflaust að vakna í hugum Arsenal stuðningsmanna fyrir sumarið og næsta tímabil. Hvaða leikmenn munu koma og verður losað sig við leikmenn sem ekkert hafa getað er ein af þessum spurningum. En fyrir mig er stærsta spurningin, Hver verður næsti aðstoðar framkvæmdarstjóri ?

Pat Rice var búinn að tilkynna það á síðustu leiktíð að hann ætlaði að hætta síðasta sumar en einhvernveginn hefur Wenger eða einhver annar náð að snúa hug hans og skrifaði hann undir eins árs samning til viðbótar og hefur verið hægri hönd Arsene Wenger þessa leiktíð. Í sumar mun svo þessi samningur renna út og þá mun hann væntanlega hætta.

Á meðan Arsene Wenger hefur verið hjá Arsenal í þessi 16 ár hefur Pat Rice verið aðstoðar framkvæmdarstjóri allan tímann á meðan Alex Ferguson hefur haft fimm aðstoðar framkvæmdastjóra. Steve McClaren, Jimmy Ryan, Carlos Queiroz, Walter Smith og nú Mike Phelan. Samtals hefur Ferguson haft sjö allan þann tíma sem hann hefur verið hjá Manchester United.

Því er vel hægt að velta upp þeirri spurningu hvort ekki sé kominn tími á að annar fái að spreyta sig með Wenger og koma með nýjar hugmyndir og annað slíkt. Með fullri virðingu fyrir Pat Rice samt sem áður enda hefur hann staðið sig vel.

Hvað heldur þú ? Ég ætla að leyfa mér að skjóta á að næsti aðstoðar framkvæmdarstjóri verði annaðhvort Martin Keown eða Steve Bould.

 

Comments

comments