Uncategorized — 01/03/2015 at 23:14

Hvar er hann nú? Ryo Miyaichi

by

ryo

Enn hefur lítið spurst til litla Japanans Ryo Miyaichi, sem í dag er á láni hjá FC Twente í Hollandi.

Þessi drengur kom til Arsenal fyrir fjórum árum og var talið að þessi drengur yrði einn besti leikmaður í sögu japanskrar knattspyrnu, en hann hefur sannarlega ekki staðið undir þeim væntingum enn sem komið er.

Hann sló í gegn á láni hjá hollenska liðinu Feyenoord og var hann þar nefndur Ryodinho, eða hinn japanski Ronaldinho.

Í sumar lánaði Arsenal Ryo til Twente í kringum lokadag félagaskiptagluggans en hann hefur lítið verið að fá að spila hjá hollenska liðinu.

Lán Ryo til Twente var gert í miklum flýti og við mikið kæti Ryo, þar sem hann sá ekki fram á að fá að spila mikið með Arsenal í vetur, yrði hann áfram á Emirates vellinum.

Tökum stöðuna á tölfræði Ryo á þessu tímabili hjá Twente en Ryo berst um stöðu vængmanns við Youness Mokhtar frá Morocco. Ryo hefur spilað að meðaltali 45,5 mínútur í þeim átta leikjum sem hann hefur spilað fyrir félagið en ekki enn tekist að skora mark né leggja slíkt upp. Við skulum sjá tölfræði og samanburð á þessum tveimur mönnum.

Eredivisie 2014-15 Ryo Mokhtar
Minútur í leik 45.5 mín 61.1 mín
Mörk/leikir 0/8 5/19
Stoðsendingar 0 2
Lykilsendingar per 90 mín 0.7 1.1
Sendingar prósenta 69.4% 77.6%
Knattrak per 90 mín 0.7 2.2
Heppnað knattrak % 15.8% 43.1%

Hvað klikkaði?
Samkvæmt grein bleacherreport.com sem þessi pistill er byggður á, er það fyrsta sem þeir sjá við Ryo er skortur á vilja til að hafa áhrif á leikinn. Hann þurfi meiri andlegan styrk til að takast á við verkefnin. Að þeirra mati er Ryo svo slappur þegar hann spilar að það lítur út eins og Twente sé manni færri. Ryo spilar ekki á nógu hárri ákefð og skortir orku til að hafa áhrif.

Hann hefur því farið frá því að vera líkt við Ronaldinho í það að vera líkt við samlanda sinn, Junichi Inamoto, sem var hjá Arsenal í upphafi aldarinnar og átti erfitt með að höndla sviðsljósið og hefur verið á miklu liðaflakki. Inamoto er í dag 35 ára gamall og spilar með Consadole Sapporo í Japan, sem spilar í næst efstu deild í Japan.

EEO

Comments

comments