Uncategorized — 13/11/2013 at 11:19

Hvaða framherja mun Arsenal kaupa?

by

Benzema

 

Það er deginum ljósara að fyrstu kaup Arsenal í janúar verður framherji.

Eins og frægt er orðið þá reyndi Wenger mikið að kaupa Higuaín og Suarez í sumar auk þess að fá Ba lánaðan. En eftir að ekkert gekk þá endaði Wenger á því að gefa Bendtner annað tækifæri og loka á lán hans til Crystal Palace.

En Bendtner hefur ekki sannað sig á það verður að viðurkennast að það veldur ekki mikla hræðslu hjá andstæðingum Arsenal þegar þeir sjá Bendtner standa við hlið Wenger af því að hann er að fara að koma inn á.

Þess í stað hefur mikið álag verið á Olivier Giroud og hann er greinilega orðinn þreyttur. Núna er pása en í stað þess að fá hvíld þá þarf hann að spila tvo mikilvæga leiki með Frökkum þar sem Frakkar eru að berjast við að komast á HM í Brasilíu.

Mikið hefur verið rætt um að Wenger muni reyna að fá landa sinn Karim Benzema. En hann er byrjaður að skora af krafti fyrir Real og því gæti reynst erfitt að kaupa hann. Aftur á móti þá gæti það hjálpað Arsenal ef Real nær að klófesta í Suarez í janúar. Litlar líkur eru taldar á því að Arsenal reyni aftur við Suarez.

Fernando Llorent hefur einnig verið inn í myndinni en eftir erfiða byrjun hjá Juventus þá er hann að vinna sér inn fast sæti í byrjunarliðinu.

Demba Ba er enn einn kosturinn en það á þó eftir að koma í ljós hvort Chelsea vilji selja hann til keppinauta sinna. Einnig þá er ekki líklegt að Wenger sé tilbúinn að greiða tvöfalda þá upphæð sem hann kostaði Chelsea í fyrra þegar Ba sniðgekk okkur til að fá hærri laun.

Eins og áður sagði, Arsenal mun reyna að kaupa framherja en hver það verður er ekki létt að spá. Auk þess þa´verður ekki létt að kaupa framherja sem er í hæsta gæðaflokki og til sölu.

SHG

Comments

comments