Uncategorized — 03/07/2011 at 16:30

Hvað gerist í næstu viku ?

by

Ég leyfi mér að fullyrða að Arsene Wenger hefur líklega ekki upplifað aðra eins tíma hjá Arsenal eða öðrum klúbbum sem hann hefur stjórnað eins og sá tími sem nú fer í hönd. Leikmenn Arsenal þurfa að mæta til æfinga 6 Júlí næstkomandi og Clichy, Nasri, Fabregas, Van Persie, Bendtner, Arshavin og fleiri eru endalaust orðaðir við sölu frá Arsenal.

Sunday Express segir frá því dag að Clichy muni líklega ganga frá sinni sölu til Manchester City á Mánudag eða Þriðjudag. Jose Enrique, leikmaður Newcastle hefur helst verið orðaður sem arftaki hans í vinstri bakvarða stöðunni en talað er um að Barcelona vilji fá hann líka.

Wenger mun líklega setjast niður með nýjum eiganda Arsenal, Stan Kroenke og þeim leikmönnum sem þarf greinilega að tala við og reyna að finna lausn á öllum þessum vanda sem hefur nú safnast upp. Nasri hefur hafnað 90.000 pundum á viku í nýjum samningi, Fenerbahce hefur boðið 13,5 milljónir punda í Arshavin ásamt fleiri vandamálum sem þarf að leysa.

Gervinho er talinn líklegar til að ljúka sinni sölu frá Lille til Arsenal í komandi viku til þess að geta hafið æfingar með Arsenal fyrir nýtt tímabil.

En það er nokkuð ljóst að komandi viku verður mjög athyglisverð hjá Arsenal.

 

Comments

comments