Uncategorized — 16/09/2014 at 22:30

Hvað er að hjá Arsenal?

by

Himmi

Eftir lélegan leik gegn Dortmund þá settist varaformaður Arsenalklúbbsins niður og reyndi að leikgreina Arsenal.

Eftir ágætist sumar á leikmannamarkaðinum, sigur í FA Cup á síðasta tímabili og Samfélagskjöldurinn í hús þá gengu margir Arsenal menn vongóðir inn í þetta tímabil. En Arsenal hefur einungis unnið tvo leiki af sjö á þessu tímabili, annar var með marki á lokamínútum leiksins og hinn var mikill stressleikur gegn Besiktas til að komast í Meistaradeildina.

Það eru þó mörg merki um að lítið hefur breyst hjá Arsenal á þessu tímabili. Ég ætla ekkert að taka af liðinu eftir baráttuna gegn City en ekki gleyma því að Arsenal gerði 1-1 jafntefli við City á síðasta tímabili.

Fótboltinn hefur mikið breyst á þessum 17 árum sem Wenger hefur stjórnað liðinu og hefur hann verið duglegur að fylgja þeim eftir, jafnvel verið á undan sinni samtíð. Eftir tapalusa leiktíð héldu margir að Arsenal væri að verða alvöru stórveldi en lítið annað hefur gerst en að leikmenn hafa gefist upp á stjórnunarleysi, metnaðarleysi og bikarleysi Arsenal og leitað annað.

Þegar Wenger tók við og unnu meðal annars titilinn 1998 þá spilaði Arsenal gamla góða 4-4-2 og það var stundum eins og Dixon og Winterburn yrðu skammaðir ef þeir færu framyfir miðjulínuna, auðvitað fylgu þeir stundum eftir í sókn en voru ekki mikið að bera upp boltann nema liðin bökkuðu þeim mun meira. Arsenal var með tvo sterka og vel spilandi miðjumenn sem stjórnuðu hlutunum í Vieira og Petit.

En svo fór að koma af því að lið vörðust á fleiri mönnum, tilkoma afturliggjandi miðjumanns varð eins og þriðji miðvörðurinn og bæta þurfti í sókn. Þannig að breyting varð að við fórum að sjá sókndjarfa bakverði. Ashley Cole og Lauren fengu meira frelsi til að fara fram, en það var þó taktík á bakvið það. Ef boltinn var vinstra megin þá fór Cole fram og Lauren var í sinni stöðu. Ef það var hins vegar öfugt þá sat Cole eftir og Lauren fór fram eins og myndin að neðan sýnir. Auðvitað opnast svæði þegar leikmenn fara úr sinni stöðu og þar kom Gilberto inn. Hann var ekkert í að skapa færi, skipuleggja sóknir eða vera “flottur” þar sem sjónvarpið var. En auðvitað fylgir sjónvarpið boltanum. Nei hann þekkti sitt hlutverk og það var að loka á svæði sem opnuðust ef Cole eða Lauren fóru fram. Hvað sóknarleikinn varðar var þetta blekking því það voru ekki fleiri í sókn, það vori fleiri á svæðum sem ekki voru áður. Bakvörður kom úr djúpinu og gat farið í óvarlap eða dregið vængmann sem annars hjálpaði til á miðju til sín eða dregið til sín miðjumann og opnaði þannig svæði ef vængmaður í liði mótherja var ekkert að skila sinni varnarvinnu. Arsenal voru snillingar í þessu og Wenger vissi nákvæmlega hvernig þetta virkaði.

Gilberto

Arsenal voru á þessum tíma svo fáránlega góðir og sóttu svo stíft að það reyndi oft á tíðum lítið á vörnina, og önnur lið hræddust okkur. Wenger var þó alltaf með plan B og jafnvel plan C. Hann var alltaf með Kanu sem var allt öðruvísi framherji en Henry og Bergkamp. Hann setti miðjumann á vænginn ef hann var að mæta liðum með fljóta framherja, Parlour var alltaf kominn í tvídekkningu með Lauren þegar Arsenal mætti Ronaldo. Og ef við vissum að við myndum sækja mikið þá var sóknarmaður, t.d. Wiltord settur á vænginn og hann vissi hvað þverhlaup voru og opnaði reglulega varnir andstæðinganna með hlaupum sínum án bolta.

Í dag og í fyrra þá er eins og það sé algjört stjórnleysi í liðinu og uppsetningin er einfaldlega ekki að virka. Jújú, auðvitað eiga leikmenn oft virkilega lélega leiki eins og Arteta í kvöld en, og já ég er óhræddur við að segja það í 6-0 tapinu gegn Chelsea var hann ekki lélegur. Uppstillingin á liðinu er bara ekki að ganga upp.

Arsenal spilar núna þannig að báðir bakverðirnir fara alltaf í sókn, hvað gerist þá? Jú það opnast svæði og ekki bara það. Sóknarleikurinn virkar ekki eins hraður heldur oft á síðum yfirmannaður. Þegar Debuchy er kominn fram þegar boltinn berst til hægri þá eru auvitað maður búinn að fylgja hann eftir og erfiaðara að opna svæði með óvæntum hlaupum því það er ekkert óvænt í gangi. Þetta gerir það að að verkum að spilið verður styttra, það er mikið um stuttar sendingar á milli leikmanna og finna þarf fullkomna sendingu til þess að opna vörn andstæðinganna. En komum aftur að svæðunum sem opnast, núna eru þau tvö en Arsenal spilar með einn djúpan miðjumann. Meira segja vill Wenger meina það sjálfur að við spilum ekki með neinn djúpan heldur tvo box-to-box. En það sjá það allir að Arteta eða Flamini eru með annað hlutverk en Ramsey. Þó opnu svæðin, eins og sést á myndinni séu tvö þá auðvitað getur boltinn bara verið á einum stað í einu, en það þýðir að alltaf verður eitt svæði allt of opið og snögg lið nýta sér það.

Arteta

Búum til dæmi, raunverulegt dæmi sem kemur reglulega fyrir í leikjum Arsenal. Monreal er með boltan og missir hann vinstra megin. Arteta lokar svæðinu hans en sóknarmaður hins liðsins fylgir ekki Debuchy niður alla leið þegar boltinn er vinstra megin og við erum því undirmannaðir á blá svæðinu hægra megin. Ein sending þvert yfir og allt er opið.

Þau lið sem hafa tæklað þetta upp á síðkastið eru lið sem hafa sett tvo djúpa inn á miðju. Spila í raun 4-2-3-1 en það virðist ekki vera í myndinni hjá Wenger. Enda þá þarf að hafa vængmenn sem gefa sig 100 prósent varnarlega og Özil er ekki að fara að gera það.

Annað dæmi sem því miður gerist allt of oft hjá Arsenal. Bakverðirnir eru komnir upp, Arteta eða Flamini eru með boltann BÚMM þeir tapa honum. Þá eru bæði svæðin opin. Ekki hálpar það að Mertesacker, Arteta og Flamini eru svo allir frekar hægir og ekki hægt að spila með svona háa varnarlínu. Arteta og Flamini kunna alveg fótbolta en þeir eiga að vera squad players ekki byrjunarliðsmenn í svona leikjum eins og í kvöld.

Arsenal er ekki með lélegan hóp, eða lélega leikmenn. Þeir eru hins  vegar alltaf að spila sömu uppstillinguna sem virkar því miður bara gegn liðum þar sem Arsenal eru mest allan tíman að sækja. Þetta er ekki ómögulegt leikkerfi, Chelsea er að spila svona núna. En munu þeir gera það gegn t.d. Man City eða Liverpool? Nei ég efast um það. Mjög líklega mun annar bakvörðurinn ekki fá sama frelsið eða þá að Schurrle, Oscar eða Hazard verði fórnað til að hafa Matic og Ramires/Mikel fyrir aftan Fabregas.

Eitt er alveg pottþétt, Wenger þarf ekki að kaupa fleiri lágvaxna sókndjarfa miðjumenn eins og Reus. Næsta skref er þyndarlaus, snöggur og virkilega sterkur miðjumaður.

Áfram Arsenal!

Comments

comments