Uncategorized — 04/03/2014 at 17:35

Hugleiðingar varðandi Meistardeildina

by

UEFA Champions League Trophy Tour

Þessi pistill er í boði: superbetting.com

Ég neita því ekki að það er rosalega þægilegt að sitha heima í stofu og þurfa ekki að taka þessa ákvörðun, en eins og allir Arsenal aðdáendur þá velti ég þessu fyrir mér.

Núna spilum við seinni leikinn við Bayern einungis nokkrum dögum eftir bikarleikinn við Everton. Meistaradeildin er sá titill sem Arsene Wenger hefur ekki unnið með Arsenal og alla leikmenn dreymir um þennan titil. Á meðan þá hefur sjarminn af FA Cup verið að hverfa, nema auðvitað hjá þeim liðum sem vinna hann. Þá er hann að sjálfsögðu merkilegasti bikar knattspyrnusögunnar.

En hvað skal gera?

Í síðasta leik byrjuðu Mesut Özil, Alex Oxlade-Chamberlain og Flamini á bekknum. Þeir verða að byrja gegn Everton, eða á að hvíla þá fyrir Þýskalandsferðina?

Við erum 2-0 undir og eigum útileikinn eftir. Hvað varðar Everton þá er staðan 0-0 og við eigum heimaleik. Eftir í pottinum eru lið á borð við Chalton, Wigan, Sheff Wed og að vísu Manchester City sem fékk smjörþefinn í gær af því að vinna bikar. En í Meistaradeildinni eru eftir lið á borð við Chelsea, Man City, Man Utd, Barcelona og Real Madrid sem var ekki í vandræðum með fyrrum mótherja okkar á þessu tímabili, Dortmund.

Szczesny er í banni og hann verður því að spila gegn Everton að mínu mati þó Fabianski sé búinn að vera flottur í FA Cup leikjunum fram að þessu.

Ég vil sjá okkar sterkasta lið gegn Everton, og taka svo stöðuna eftir þann leik varðandi Bayern leikinn.

En eins og áður segir, ég er bara heima upp í sofa og þarf ekki að taka þessa ákvörðun. Sama hvað gerist er þó víst, ef við vinnum ekki Everton þá mun Wenger fá skellinn frá aðdáendum.

CL-Infographic-Rev

 

Comments

comments