Uncategorized — 23/04/2013 at 10:56

Horft til lánsmanna: Ekkert að frétta!

by

Aneke

Á hverju ári fara fullt af leikmönnum frá Arsenal í lán til annarra liða af mismunandi ástæðum. Á þessu tímabili eru í heildina 15 leikmenn frá Arsenal á láni í öðrum liðum. Við skulum kíkja hvernig hefur gengið hjá okkar mönnum í vikunni.

Johan Djourou spilaði allar 90 mínúturnar í tapi Hannover gegn Bayern Munchen.

Chuks Aneke byrjaði og spilaði 63 mínútur í tapi Crewe gegn Yeovil.

Joel Campbell spilaði klukkutíma þegar Real Betis voru sigraðir af Real Madrid.

Emmanuel Frimpong, (Fulham), Marouane Chamakh (West Ham), Phil Roberts (Inverness), Nicklas Bendtner (Juventus), Denilson (Sao Paulo) og Wellington Silva komu ekki við sögu með sínum félagsliðum að þessu sinni.

 

Eyþór Oddsson

Comments

comments