Uncategorized — 22/03/2013 at 09:53

Horft til lánsmanna: Denilson með klaufalegt sjálfsmark

by

Denilson-celebrates-scori-003

Á hverju ári fara fullt af leikmönnum frá Arsenal í lán til annarra liða af mismunandi ástæðum. Á þessu tímabili eru í heildina 15 leikmenn frá Arsenal á láni í öðrum liðum. Við skulum kíkja hvernig hefur gengið hjá okkar mönnum í vikunni.

Denilson: Spilaði allan leikinn á fimmtudaginn þegar Sao Paulo sigraði Sao Bernardo 2-1. Hann setti mark sitt á leikinn á 26. mínútu en það var því miður í vitlaust net. Ansi klaufalega gert.

Hér má sjá sjálfsmark Denilson en það kemur eftir 2 mínútur 

Chuks Aneke: Kom inná eftir 74 mínútna leik þegar Crewe Alexandra unnu MK Dons heima á þriðjudaginn eftir að hafa lent undir.

Anthony Jeffrey: Fékk ekki að spila í búningi Stevenage sem tapaði gegn Bury á þriðjudaginn.

Andre Santos: Fékk ekki að spila þegar Gremio sigraði Pelotas 3-1.

Meðal annarra leikmanna sem eru í láni: Ju-Young Park (Celta Vigo), Nicklas Bendtner (Juventus), Johan Djourou (Hannover), Emmanuel Frimpong (Fulham), Ryo Miyaichi (Wigan), Marouane Chamakh (West Ham), Joel Campbell (Real Betis)

 

Eyþór Oddsson

Comments

comments