Uncategorized — 08/04/2013 at 21:40

Horft til lánsmanna: Chuks Aneke átti þátt í bikarsigri Crewe

by

 

Aneke

 

Það var þó helst þessi maður, Chuks Aneke, sem kom nálægt marki hjá sínu liði en hann átti stóran þátt í sigri Crewe í Johnstone’s Paint Trophy bikarnum.

Á hverju ári fara fullt af leikmönnum frá Arsenal í lán til annarra liða af mismunandi ástæðum. Á þessu tímabili eru í heildina 15 leikmenn frá Arsenal á láni í öðrum liðum. Við skulum kíkja hvernig hefur gengið hjá okkar mönnum í vikunni.

Chuks Aneke: Var í liði Crewe sem sigraði Johnstone’s Paint Trophy bikarinn með sigri á Southend á Wembley. Hann átti stóran þátt í einu marki Crewe.

Emmanuel Frimpong: Kom inná þegar 40 mínútur voru eftir þegar Fulham töpuðu gegn Newcastle í vikunni.

Johan Djourou: Byrjaði í leik Hannover gegn Stuttgart og spilaði í 51 mínútu þegar honum var skipt af velli.

Ju Young Park: Spilaði 55 mínútur þegar Celta tapaði 2-0 gegn Rayo Vallecano.

Wellington Silva: Spilaði síðasta korterið í tapi Ponferradina gegn Las Palmas í Brasilíu en draumur þeirra um umspilssæti er þar með úr sögunni.

Andre Santos: Spilaði allar 90 mínúturnar í sigri Brasilíu á Bólivíu í vináttuleik.

Marouane Chamakh: Ónotaður varamaður í markalausu jafntefli West Ham gegn Liverpool.

Anthony Jeffrey: Var ekki í hóp þegar Stevenage gerði jafntefli við Portsmouth.

Phillip Roberts: Spilaði ekkert þegar Inverness gerði markalaust jafntefli gegn St Johnstone

Nicklas Bendtner: Var ekki í hóp Juventus þegar þeir sigruðu Pescara á heimavelli 2-1.

Denilson: Spilaði ekki þegar Sao Paulo sigraði Botafogo 4-1 í Brasilíu.

Joel Campbell: Var ekki í hóp Real Betis sem sigraði Granada á útivelli.

 

Eyþór Oddsson

Comments

comments