Uncategorized — 02/04/2013 at 18:26

Horft til lánsmanna: Arsenal menn í eldlínunni

by

nicklas_bendtner_1296527c

Bendtner hefur ekki átt sjö dagana sæla og hefur lítið fengið að spila í svarthvítum Juventus búning.

 

Á hverju ári fara fullt af leikmönnum frá Arsenal í lán til annarra liða af mismunandi ástæðum. Á þessu tímabili eru í heildina 15 leikmenn frá Arsenal á láni í öðrum liðum. Við skulum kíkja hvernig hefur gengið hjá okkar mönnum í vikunni.

 

Emmanuel Frimpong: Kom inná þegar 10 mínútur voru til leiksloka fyrir Urby Emanuelson eftir að Steve Sidwell fékk að líta rauða spjaldið í 3-2 sigurleik Fulham á QPR.

Johan Djourou: Spilaði allan leikinn þegar Hannover sigraði Augsburg og krækti sér í gult spjald í upphafi síðari hálfleiks.Denilson

Denilson: Var í byrjunarliðinu þegar Sao Paulo tapaði 1-0 fyrir Corinthians í Brasilíu. Denilson var skipt útaf þegar korter var til leiksloka.

Andre Santos: Spilaði allar 90 mínúturnar þegar Gremio gerði jafntefli gegn Passo Fundo.

Ju Young Park: Var í byrjunarliðinu hjá Celta Vigo og spilaði í klukkutíma þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Barcelona í sögufrægum leik þar sem Lionel Messi skoraði í nítjánda leiknum í röð.

Chuks Aneke: Kom af varamannabekknum síðustu 15 mínúturnar í jafntefli Crewe Alexandra gegn Bury.

Joel Campbell: Kom inná eftir klukkutímaleik þegar Real Betis gerði markalaust jafntefli gegn Getafe. Framherjinn knái fékk gult spjald í uppbótartíma.

Wellington Silva: Kom seint inná þegar Ponferradina gerðu jafntefli við lið Hercules í umspilsleik.

Ryo Miyaichi: Spilaði ekkert í sigri Wigan á Norwich vegna meiðsla. Verður líklega frá út tímabilið.

Marouane Chamakh: Var ónotaður varamaður þegar West Ham sigraði West Brom 3-1.

Anthony Jeffrey: Fékk ekki að spila fyrir Stevenage sem gerðu jafntefli 1-1 gegn Crawley og 1-0 sigur á Hartlepool yfir páskahelgina.

 

Philip Roberts: Fékk ekki að spila fyrir Inverness í góðum útisigri á Hibernian.

Nicklas Bendtner: Var ekki í hóp þegar Juventus náði góðum sigri á Milan.

 

Ritari: Eyþór Oddsson

Comments

comments