Uncategorized — 11/10/2014 at 10:18

Horft til landsliðsmanna: Welbeck á skotskónum

by

Arsenal v Tottenham Hotspur - Premier League

Chile:
Alexis Sanchez spilaði 90 mínútur í 3-0 sigri Chile gegn Perú og átti eina stoðsendingu á Eduardo Vargas.

Tékkland:
Tékkarnir ætla ekkert að gefa eftir og ætla greinilega að veita Íslandi harða samkeppni um sæti á EM, en Tékkar vinna hér annan leik sinn í röð í riðlinum en í síðasta mánuði gerðu þeir sér lítið fyrir og lögðu Hollendinga. 2-1 sigur Tékka þar sem Tomas Rosicky fékk 90 mínútur.

England:
Kieran Gibbs sneri aftur í enska landsliðið eftir langa fjarveru en undanfarin ár hefur verið mikil samkeppni um sæti vinstri bakvarðar í enska landsliðinu. Ashley Cole, Leighton Baines eða Luke Shaw hafa verið á undan Kieran Gibbs í goggunarröðinni undanfarin ár. Hann spilaði 90 mínútur í leiknum, en það gerði Jack Wilshere sömuleiðis. Calum Chambers spilaði sinn fyrsta leik fyrir enska landsliðið og var inn á allan leikinn. Það var Arsenal mark í þessum leik en Alex Oxlade-Chamberlain átti þá stoðsendingu á Danny Welbeck sem skoraði.

Spánn:
Það gengur ekki mikið upp hjá Evrópumeisturum Spánverja þessa dagana. Eftir ömurlegt Heimsmeistaramót af þeirra hálfu tapa þeir hér á móti Slóvakíu 2-1, en Santi Cazorla spilaði síðustu tíu mínúturnar eða svo.

Kosta Ríka:
Eftir frábært heimsmeistaramót frá Joel Campbell, þá fékk hann það hlutverk að sitja á tréverkinu í þessum leik og kom ekkert við sögu en Costa Rica lagði Oman á útivelli í fjörugum leik sem endaði með 4-3 sigri Costa Rica.

Þýskaland:
Þar sem Per Mertesacker er hættur og Mesut Özil fjarri góðu gamni vegna meiðsla, þá er Lukas Podolski sá eini sem er í hópi heimsmeistaranna í Þýskalandi þessa stundina. Þeir spila við Pólverja og Íra í keppninni en leikirnir hafa ekki enn farið fram.

Pólland:
Wojciech Szczesny er í hópi Pólverja sem mætir Þjóðverjum og Skotum en leikirnir hafa ekki enn verið spilaðir.

Comments

comments