Uncategorized — 23/03/2013 at 17:41

Horft til landsliðsmanna: Arsenal menn á skotskónum

by

_60274476_ox-chamberlain

Fjöldi landsleikja fór fram í gærkvöld og voru Arsenal menn í stóru hlutverki í þetta sinn.

Thomas Vermaelen spilaði 90 mínútur sem fyrirliði þegar Belgía sigraði Makedóníu 2-0 á útivelli.

Aaron Ramsey spilaði í nágrannaleik Wales og Skotlands, en Ramsey jafnaði leikinn úr vítaspyrnu á 72. mínútu en honum tókst einnig að næla sér í rautt spjald í leiknum.

Tomas Rosicky kom inná sem varamaður á 61. mínútu þegar Tékkland steinlá 3-0 gegn Danmörku á heimavelli.

Per Mertesacker spilaði allan leikinn þegar Þjóðverjar lögðu Kasakhstan örugglega 3-0 á útivelli. Lukas Podolski kom inná sem varamaður fyrir Julian Draxler á 19. mínútu.

Alex Oxlade-Chamberlain var eini Arsenal maðurinn í hópi Englendinga sem slátraði San Marino 8-0 en Chamberlain skoraði á 28. mínútu til að koma Englandi í 2-0. Theo Walcott og Jack Wilshere voru ekki með vegna meiðsla en Kieran Gibbs og Carl Jenkinson komust ekki í hóp.

Wojciech Szczesny sat allan tíman á varamannabekk Pólverja sem töpuðu 3-1 gegn Úkraínu en Lukasz Fabianski var ekki með að þessu sinni.

Santi Cazorla var í byrjunarliði Spánverja sem að stóðu ekki undir væntingum gegn baráttuglöðu finnsku liði og gerðu óvænt 1-1 jafntefli á heimavelli. Cazorla fékk aðeins að spila 45 mínútur í leiknum en Pedro kom inná í hans stað.

Olivier Giroud skoraði opnunarmarkið í leik Frakka og Georgíu á 46. mínútu sem lyktaði með 3-1 sigri Frakka. Laurent Koscielny sat allan tíman á varamannabekknum en Bacary Sagna og Abou Diaby voru ekki með að þessu sinni.

 

 

Frétt skrifaði: Eyþór Oddsson

Comments

comments