Arsenalklúbburinn — 10/08/2016 at 15:54

Hópferðir komandi tímabils

by

Jæja kæru félagar

Þá hafa verið ákveðnar hópferðirnar fyrir komandi tímabil. Þeir leikir sem urðu fyrir valinu eru:

Swansea 15. október – Til sölu hér

Tottenham 6. nóvember – Til sölu hér

Arsenal – Burnley 21. janúar – Til sölu hér

Man City 1. apríl – Til sölu hér

Man Utd 6. maí – Til sölu hér

Eins og áður þá verður ekki hægt að sækja um staka miða á þessa leiki. Allir miðar sem við fáum fara í hópferðina.

Smávægilegar breytingar frá því í fyrra er að núna munum við ekki gista á Holiday in hótelum heldur Cumberland og innifalið í verðinu verður 20kg taska.

Ef við fáum Supporters Club PLÚS status þá verða þetta veglegri ferðir en farið hefur verið í. Myndataka með leikmenni eftir leik, hærri afsláttur í búðinni og vonandi fleiri uppákomur.

Wally

Stjórnin

Comments

comments