Uncategorized — 22/08/2014 at 15:41

Hópferðin í máli og myndum

by

007

Hópferðir eru eins margar og þær eru misjafnar. Ákveðnar áherslur eru þó í ferðum á vegnum klúbbsis sem hafa þó breyst. Sumir sakna þess að fara ekki á indverska staðinn (sem er því miður farinn á hausinn), aðrir sakna þess að fara ekki á japanska staðinn og aðrir myndu kjósa annað hótel, annan flugvöll, flugfélag eða rútufyrirtæki.

Ekkert af þessu viðkemur þó Arsenal F.C. sjálft og hópferðirnar snúast fyrst og fremst um að koma aðdáendum á leik með Arsenal og helst sjá þá vinna. Í vetur verður því sagt frá í máli og myndum hvernig hópferðir klúbbsins fara fram og vonandi fáum við ábendingar þannig að við getum gert þær að sem skemmtilegastri reynslu félagsmanna okkar.

Það hefur lengi verið draumur varaformanns Arsenalklúbbsins að fara í hópferð á upphafsleik tímabilsins og þetta tímabil gekk það upp. Það gekk hins vegar ekki upp að hann kæmist með í ferðina en það er önnur saga, leiðinleg og vinsamlegast sendið honum ekki póst eða SMS þar sem þið spyrjið hann af hverju hann fór ekki með. Nema ef þið eruð þreytt og náið ekki að sofna, þá gæti þetta verið góð leið til að láta svæfa ykkur 😉

Farið var að stað með flugi WOW föstudagsmorgun þann 15. ágúst. Klúbburinn var einu sinni með barmmerki sem þau gáfu þeim sem fóru í hópferðir en það var ekki langlíft og þá sérstaklega þar sem allir fengu eins svo lengi sem þeir fóru í hópferð á sama tímabili og magnið sem kaupa þurfti að kaupa gerði það að verkum að gífurlegur afgangur varð og þá sérstaklega ef einhver hópferð datt uppfyrir sig. En nýjung núna var að gefa öllum rauða derhúfu með Arsenalmerkinu og merkta leiknum sem farið er á. Með þessu móti er hægt að stýra betur magni og merkja þær, þeim leik sem verið er að fara á.

015

Ákveðnar breytingar eru í gangi hjá Arsenal þessa stundina og vegur þar stærst að nýr tengiliður Arsenal F.C. við stuðningsmannaklúbba hefur verið ráðinn og gekk því ekki upp að hafa skoðunarferð um völlinn þegar komið var til London á föstudeginum. Föstudagurinn gat því nýst í frjálsan tíma eða verslunartíma.

Eins og svo oft áður þá var leikdagurinn á laugardegi. Við höfum haft það að venju að láta hópinn vita hvenær við farastjórar förum niður á völl, en auðvitað er fólki frjálst að fara þegar það vill. En í þessu tilviki þá var farið frekar snemma og gott ef allir voru ekki með. Enda hafði okkur verið boðið að taka á móti liðinu! Wenger hefur alltaf haft það fyrir reglu að liðið gistir saman á hóteli daginn fyrir leik og koma svo allir saman í rútu á leikinn. Það er smá spölur frá rútustæðinu inn á Emirates og þar fékk íslenski hópurinn að vera og heilsa leikmönnum þegar þeir löbbuðu inn. Flestir eru búnir að koma sér í “leik-gírinn” en einn og einn gefur sér tíma í að láta mynda sig með aðdáendum. Þarna var rólegt enda bara íslenski klúbburinn og það sem stðr upp úr var þegar ein konan kallaði til Wenger, “I love you Wenger“, þá kallaði hann til baka “I love you to”.

019

Þegar leikmenn voru komnir og íslenski hópurinn að yfirgefa svæðið þá kom Mark Overmars og hann gaf sér góðan tíma með aðdáendum.

039

Allir vita hvernig leikurinn fór og ekkert nema gott um það að segja. Eftir leik var svo rölt á spænskan veitingastað sem er ekki langt frá Emirates þar sem klúbburinn fær afslátt auk þess sem eigandinn gaf öllum drykk.

Á sunnudeginum var svo farið í skoðunarferðina og var það enginn annar en Charlie George sem lóðsaði hópnum um og sýndi þeim öll horn og kima Emirates Stadium. Skoðunarferðin endaði í Arsenalbúðinni þar sem Íslendingarnir fengu 10% afslátt.

052 055

Fór svo allir heim á mánudeginum sáttir með skemmtilega helgi.

Næstu hópferðir klúbbsins eru gegn Man Utd og Everton. Ekki er hægt að lofa neinu hvað varðar hópferðir, til að mynda var þetta í fyrsta skiptið sem við fengum að taka á móti liðinu en í fyrra þá fékk hópurinn mynd af sér með Theo Walcott eftir leik. Eina sem við getum lofað er að við gerum altl sem við getum í að gera ferðina sem eftirminnilegasta fyrir ykkur.

SHG

Comments

comments