Uncategorized — 29/10/2014 at 13:59

Hópferð á útileik, er áhugi?

by

arsenal away

Arsenal F.C. hefur gefið okkur jákvætt svar um að fá hópferðarúthlutun á útileik hjá Arsenal. Flestir tala um að stemningin að vera útivallamegin á leik í ensku úrvalsdeildinni sé mjög sérstök og standa útileikir hjá Arsenal upp úr hvað læti varðar.
Þeir sem gera sér ferð á útileiki eru yfirleitt hörðustu stuðningsmennirnir og þeir sem virkilega kunna að halda uppi stemningu. Ég ætla ekki að fela það að aðdáendur útiliðs hafa komið á Emirates og sungið heimamenn í kaf, en aðdáendur Arsenal hafa líka sungið Liverpool aðdáendur í kaf á Anfield, Stoke aðdáendur á Brittannia og Newcastle aðdáendur á St James’ Park.

 

Innifalið í svona pakka yrði rútuferð með Travel-klúbbi Arsenal F.C. og auðvitað miði á völlinn Arsenal megin. En til þess að fara í svona pakka þá þarf að kanna áhuga og þá hvort einhver leikur yrði vinsælli en annar. Okkur stendur til boða að fara á
Hull – 5 klukkustunda rútuakstur (maí 2015)
Burnley – 6 klukkustunda rútuakstur (apríl 2015)
Newcastle – 7-8 klukkustunda rútuakstur (mars 2015)

 

Hverjir myndu hafa áhuga á að fara í svona ferð og hvaða leik myndi viðkomandi vilja sjá?

Endilega sendið okkur hvað ykkur finnst á arsenalklubburinn@gmail.com

Með bestu kveðju,
Stjórnin

Comments

comments