Uncategorized — 03/07/2014 at 09:34

Hópferð á opnunarleikinn

by

Untitled

Þá er komið að því, tímabilið fer að hefjast á Englandi og ætlar klúbburinn ásamt Gaman Ferðum að skella sér í hópferð á fyrsta leik tímabilsins, gegn Crystal Palace þann 16. ágúst.

 

Verð
Ferðin kostar 109.900 kr. á mann miðað við tvo saman í herbergi fyrir félaga í Arsenal-klúbbnum á Íslandi. Innifalið er flug með WOW air, rúta til og frá flugvelli, gisting á hóteli með morgunverði í þrjár nætur í London, fararstjórn og miði á leikinn. Miðar á leikina eru afhentir á hótelinu í London. Farangursheimild fyrir ferðatösku utan handfarangurs er ekki innifalin í fargjaldinu. Verð fyrir þá sem eru ekki í Arsenal-klúbbnum á Íslandi er 119.900 krónur á mann miðað við tvo saman í herbergi.

Einstaklingsherbergi
Það kostar 26.000 krónur aukalega að vera í einstaklingsherbergi.

Leikur
Leikur Arsenal og Crystal Palace fer fram laugardaginn 16. ágúst klukkan 15:00. Athugið að leiktíminn getur breyst vegna sjónvarpsútsendinga eða af öðrum ástæðum með stuttum fyrirvara.

Kortalán
Kortalán Valitors gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma eða sendu póst á  thor@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni.

Flugferðin
Lagt er af stað frá Íslandi með WOW air föstudaginn 15. ágúst klukkan 6:45. Flogið er heim á leið mánudaginn 18. ágúst klukkan 12:20. Gott að vera mættur út á flugvöll um það bil tveimur tímum fyrir brottför.

Hótel
Thistle Euston
Cardington St
London

Næsta lestarstöð: Euston Station

 

Til að fá tarlegri upplýsingar og til að kaupa ferðina má fara á þessa slóð:

http://gaman.is/ferdhir/fotboltaferdhir/arsenal?task=view_event&event_id=1174

 

 

Comments

comments