Uncategorized — 17/03/2015 at 21:48

Hetjuleg barátta dugði ekki til

by

Giroud

Olivier Giroud og Aaron Ramsey voru á skotskónum þegar Arsenal barðist hetjulega í Frakklandi í Meistaradeildinni í kvöld.

Arsenal lagði Monaco af velli 2-0 en það dugir ekki til þar sem að Monaco fer áfram á mörkum skoruðum á útivelli.

Giroud kom Arsenal á bragðið með frábærri áræðni þegar skot hans er varið, bregst hann hratt við og setur boltan í netið 1-0.

Varamaðurinn Aaron Ramsey skoraði annað markið þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið úr teignum.

Hetjuleg barátta dugði því ekki til en frábær frammistaða engu að síður.

EEO

Comments

comments