Uncategorized — 25/07/2014 at 09:00

Henry: Zelalem er gæðaleikmaður

by

thierryhenry_1432407a

Gamla goðsögnin Thierry Henry var óspar á hrósið í garð þýska undrabarnsins Gedion Zelalem á blaðamannafundi fyrir leik Arsenal og New York Red Bulls á laugardag.

Gedion spilaði í sjö ár í Bandaríkjunum þegar Arsenal tóku eftir honum og keyptu kappan.

,,Það þekkja hann allir. Hann er gæða leikmaður. Góður með boltan og með mikla yfirsýn. Það tala allir um hann.”

,,Það er ekki auðvelt að fara inní aðallið Arsenal en vissulega hefur hann gæðin og rétta stjóran til að vera viss um að hann getur það. Vonandi fyrir okkur Arsenal stuðningsmenn mun hann spila vel og verða frábær leikmaður.”

,,Arsenal hafa fullt af góðum leikmönnum, ungum sem eru að koma í gegnum hópinn. Þú munt sjá þá á laugardag. Allir búast við stóru nöfnunum en það verða fullt af ungum og góðum leikmönnum sem þú sérð ekki yfir árið því stundum fara þeir á lán til að fá að spila.”

,,Ég get þó sagt ykkur að þeir hafa mikil gæði í hópnum. Vonandi sjáum við ekki of mikið af því á laugardaginn en það er gott fyrir klúbbinn.”

Ritari – Eyþór Oddsson

Comments

comments