Uncategorized — 26/05/2015 at 13:15

Henry: Wenger verður að styrkja liðið

by

King Henry

Goðsögn Arsenal, Thierry Henry, telur að Arsenal þurfi að styrkja samkeppnina um stöðu í liðinu með nýjum leikmönnum í sumar.

Arsenal voru þrettán stigum frá því að vinna deildina í ár en margir telja að liðið sé einfaldlega ekki nógu sterkt til að keppa við Chelsea um Englandsmeistaratitilinn.

,,Alexis Sanchez lét mig trúa að hann geti tekið Arsenal á næsta stig, en ég trúi því að hann þurfi hjálp við það. Ég trúi einnig að Giroud þurfi hjálp. Ég sagði það sem ég sagði um Giroud en fólk misskildi það. Þegar við vorum að vinna titla var það vegna þess að Nwankwo Kanu gat gert eitthvað á meðan ég þurfti hvíld.”

,,Dennis Bergkamp og Sylvain Wiltord komu stundum með þrennu þarna, mark í lok leiksins en voru ekki alltaf í byrjunarliðinu. Ég tel að Arsenal þurfi nýjan framherja – það sagði ég um daginn, sem hefur aðra eiginleika en Giroud. Giroud getur gert hluti fyrir Arsenal, Sanchez getur það, liðið getur það, en tölfræðin sýnir að þeir unnu ekki enn deildina. Ég tel að þeir þurfi að bæta við sig öðrum leikmönnum.”

,,Þegar ég talaði um hryggjarsúlunna og talaði um markvörð, miðvörð, varnartengilið og framherja, þá var ég ekki að segja að strákarnir sem eru í liðinu eigi að fara og láta nýja menn koma og spila. Ég er að segja: SAMKEPPNI”

Comments

comments