Uncategorized — 26/11/2013 at 10:46

Henry og Pires ekki að koma aftur

by

Arsenal Training Session and Press Conference

Robert Pires hefur verið að æfa með Arsenal núna í töluverðan tíma en Theirry Henry er ný kominn til æfinga.

Fyrr í vetur sagði Wenger þegar hann var spurður hvort Pires væri að koma til baka,“nei hann mun ekki semja við okkur, hann er fæddur 1973.”

Auðvitað var Wenger svo spurður hvort Henry mundi aftur koma á lán en Wenger neitaði því. Wenger sagði að Henry væri alltaf velkominn að koma og æfa með Arsenal en honum yrði ekki boðinn samningur.

“Henry og Pires eru hér til þess að hafa gaman af og þeir æfa ekki með hópnum,” sagði Wenger.

Þó þeir séu orðnir gamlir og ekki í formi til að spila með Arsenal í ensku deildinni þá eru þeir nógu góðir til þess að allir sem æfa með þeim munu njóta góðs af.

SHG

Comments

comments