Uncategorized — 16/12/2014 at 09:37

Henry hættur knattspyrnuiðkun – Gengur til liðs við SkySports

by

Arsenal v New York Red Bulls - Emirates Cup

Goðsögn Arsenal manna, Thierry Henry, tilkynnti í morgun að hann sé hættur knattspyrnuiðkun en hann mun ganga til liðs við Jamie Carragher, Gary Neville og félaga hjá SkySports frá og með 2015.

Henry var eins og vonandi allir Arsenal menn vita einn helsti leikmaður liðsins í upphafi aldarinnar og vann meðal annars deildina án þess að tapa leik árið 2004.

Hann átti farsælan feril en hann hóf feril sinn hjá Monaco og hefur komið við hjá Juventus, Arsenal, Barcelona og New York Red Bulls.

,,Ég hef verið nógu lánsamur til að spila með frábærum leikmönnum á ferlinum og á frábærar minningar og núna get ég ekki beðið eftir næsta kafla í lífinu hjá Sky.”

,,Ég hef spilað fyrir bestu fótboltalið heims og núna geng ég til liðs við það sem ég held að sé besta teymið í sjónvarpinu. Ég hlakka til að vera með strákunum og að hjálpa áhorfendur Sky að fá sem bestar greiningar. Ég get ekki beðið.”

Ritari – Eyþór Oddsson

Comments

comments