Uncategorized — 22/06/2015 at 12:27

Henry: Alexis kemur með X-factorinn í Arsenal liðið

by

King Henry

Thierry Henry, goðsögn Arsenal er hrifinn af Alexis Sanchez sem hann segir að hafi komið með ákveðinn „X-factor” í Arsenal liðið.

Alexis Sanchez skoraði 25 mörk í 52 leikjum og var frábær á sínu fyrsta tímabili hjá Arsenal og var valinn leikmaður tímabilsins í Arsenal liðinu.

„Ef þú ert Arsenal stuðningsmaður höfum við öll verið að biða eftir svona mönnum sem geta unnið leikinn sjálfir. Lítum á það sem hann gerði í úrslitaleik FA bikarsins og það sem hann hefur gert frá komu sinni. Hann hefur verið meira en frábær”

„Við viljum sjá þetta meira og meira og ég veit að hann hefur þetta í skáp sínum. Þegar þú hefur leikmann eins og Alexis, hefur þú X-factorinn”

„Hann er maðurinn sem getur breytt leiknum. Ég elska hvernig hann spilar, hann spilar með hjartanu og ég veit að stuðningsmennirnir elska það.”

„Sem Arsenal stuðningsmaður er ég spenntur fyrir næsta tímabili og vonandi getum við komið með fólk til liðsins, einhverja nýja leikmenn en þegar þú hefur mann eins og Alexis getur allt gerst. Vonandi getur hann skotið titlinum til okkar á næstu leiktíð”

EEO

Comments

comments