Uncategorized — 30/10/2014 at 21:31

Hef komið mér á óvart.

by

Calum Chambers

Callum Chambers segist hafa komið sjálfum sér á
óvart með því hversu fljótlega og auðveldlega hann
hefur aðlagast nýju liði og aðstæðum.

Þessi 19 ára gamli vanarmaður hefur verið fljótur að vinna
sér inn athygli stuðningsmanna liðsins með góðri frammistöðu
síðan hann kom til Arsenal í sumar frá Southampton.

Calum náði einnig að vinna sér inn sinn fyrsta leik fyrir
enska landsliðið núna í haust og og segir þetta vera
spennandi tíma fyrir sig.

Chambers sem spilaði sinn fyrsta meistaradeildar leik í
haust á móti sagði að hann hafi fengið gæsahúð þegar hann
heyrði þema stef meistaradeildarinnar spilað.

Það er vonandi að Calum geti byggt á góðri byrjun á Arsenal
ferli sínum og náð góðum hæðum í leik sínum fyrir félagið.

Magnús P.

Comments

comments