Uncategorized — 20/07/2011 at 10:09

Hastings Utd – Arsenal XI 0-9

by

Unglingalið Arsenal spilaði í gærkvöldi æfingaleik við utandeildarliðið Hastings United og er skemmst frá því að segja að Arsenal vann stórsigur 9-0. Leikurinn var spilaður á The Pilot Field sem er heimavöllur Hastings United.

Oguzhan Ozyakup skoraði fyrsta mark leiksins á 15 mínútu, Jay Emmanuel-Thomas bætti síðan við marki á 35 mínútu og skoraði síðan aftur tveimur mínútum síðar. Fjórða mark Arsenal skoraði síðan Chuks Aneke á 42 mínútu. Í síðari hálfleiknum bætti Rhys Murphy við fimmta markinu á 54 mínútu. Sanchez Watt setti hann síðan á 63 mínútu áður en Luke Freeman mætti svo við sjöunda markinu einni mínútu seinna eða á 64 mínútu. Jernade Meade skoraði svo á 75 mínútu og Freeman gerði svo hans annað mark og síðasta mark Arsenal á 80 mínútu.

Glæsilegur árangur og væntanlega góð æfing.

LIÐIÐ:
Reice Charles-Cook
Nico Yennaris
Conor Henderson
Samual Galindo
Kyle Bartley
Daniel Boateng(46)
Jay Emmanuel-Thomas(57)
Oguzhan Ozyakup
Sanchez Watt
Chuks Aneke(57)
Luke Freeman

BEKKURINN:
Jernade Meade(57)
Phillip Roberts
George Brislen-Hall(57)
Rhys Murphy(46)

 

Comments

comments