Uncategorized — 19/07/2011 at 15:34

Guardiola segir Arsenal vera í viðræðum

by

En heldur Fabregas sagan áfram og að þessu sinni er það Pep Guardiola, þjálfari Barcelona sem er að tjá sig og segir nú að Arsenal og Barcelona séu í viðræðum um söluna á Fabregas. Hverjum á maður að trúa, Wenger eða Guardiola ?

Guardiola segir ” Í ár hefur Arsenal ákveðið að ganga til viðræðna um sölu á Fabregas sem það vildi ekki gera í fyrra. Barcelona hefur gert tilboð í Fabregas og Arsenal hefur gert okkur tilboð til baka og við höfum tíma til 31 Ágúst til að ná saman um þessa hluti.”

Er ekki farinn að koma tími á það að Fabregas segi opinberlega hvern djöxxx hann vill gera ? Mikið rosalega er þetta farið að verða leiðinlegt. Svo getur þetta ekki verið gott fyrir lið sem er að búa sig undir tímabilið.

 

Comments

comments