Uncategorized — 28/07/2013 at 20:55

Grein: Arsenal stuðningsmenn – Róið ykkur niður

by

parlour

Greinarhöfundurinn ásamt Ray Parlour, fyrrum miðjumanns Arsenal í afmælisferð Arsenal klúbbsins í London í október 2012.

Það hefur vart farið framhjá neinum Arsenal aðdáanda né öðrum knattspyrnuunnanda að Arsenal hefur ekki unnið til titils síðan 2005. Ýmsar skýringar kunna að vera á þessu en þar er aðallega um kennt skertum fjárhag og neyð til að selja stór nöfn félagsins til að borga upp lánið á risastórum Emirates leikvangi sem tekinn var í notkun 2006.

Það er því kraftaverki líkast að með þær tölur sem við höfum á borðinu um hvað Arsenal hefur eytt í leikmannakaup í samanburði við leikmannasölur – Að Arsenal skuli hafa alla tíð síðan haldið sér í Meistaradeildinni og staðið af sér virkilega harða samkeppni um efstu fjögur sætin með þennan fjárhag. Gott betur en það hafa þeir alltaf farið uppúr riðlinum sínum, sem er annað en öll hin liðin á Englandi geta sagt. Það er einn maður sem er lykilmaður í þessu gengi liðsins og hann er í brúnni og heitir Arsene Wenger.

Arsene Wenger á risa credit skilið fyrir þennan árangur að mínu mati. Wenger hefur staðið sem klettur við liðið allan þennan tíma, tekið allan skítinn á sig því eðlilega vilja stuðningsmenn meira og verið því virkilega andlega sterkur að nenna að standa í þessu. Hvort sem þeim líkar betur eða verr þá trúi ég staðfastlega að aðstæðurnar síðan 2005 hafi einfaldlega ekki boðið uppá betri árangur en þetta og tekist var vel við að vinna úr þeim aðstæðum sem komnar voru með þessari fjárhagsstöðu.

Fyrr á árinu komu yfirlýsingar um að núna geti Arsenal barist fjárhagslega. Við þetta skapast eðlilega mikill orðrómur meðal fjölmiðla, en taka skal einnig til greina hvernig fjölmiðlar starfa. Fjölmiðlar fá meira greitt eftir því sem þeir fá meiri flettingar á síðuna sína og því eru svona yfirlýsingar nýttar til að búa til slúður, koma óróa á mannskap Arsenal stuðningsmanna til að fá fleiri flettingar og auka tekjur. 90% af slúðurefni er því uppspuni frá A til Ö.

Margir hafa lýst yfir pirringi yfir því hvað lítið er að gerast á leikmannamarkaðnum, en ég ætla að líkja leikmannamarkaðnum við pizzabakstur. Pizza tekur um 7 mínútur að fara í gegnum ofninn og ef þú tekur hana út eftir fjórar þá færðu hana hálf hráa. Það er eins með leikmannamarkaðinn, ef þú flýtir þér og kaupir vöruna (leikmanninn) í panic strax í upphafi þá muntu bara fá hálfunna rusl vöru. Stórir leikmenn taka meiri tíma að fá heldur en leikmenn á borð við Yaya Sanogo. Wenger gæti alveg verið búinn að kaupa meira í sumar, en þá hefðuð þitt þurft að sætta ykkur við meðalleikmenn.

Ég treysti Wenger ennþá. Efast ekki um að hann hafi metnað. Hann er með stóran hóp og þarf ekki fleiri meðalleikmenn því Arsenal geta allt eins notað Ryo, Chamberlain, Gnabry, Toral, Bellerin, Jenkinson, Gibbs, Ramsey, Wilshere, Akpom og alla þessa rosalega góðu ungu leikmenn sem hann á og treyst á þá í stað þess að kaupa miðlungsleikmenn. Wenger er nú þjálfari og þjálfarar þurfa fyrst og fremst að hafa trú á þeim mönnum sem hann þjálfar og styðja þá í einu og öllu.

Ef að stórgæðaleikmenn eru á lausu á annað borð þá treysti ég því að Wenger kaupi þá. Hafa ber þó í huga að fyrir Arsenal er MJÖG erfitt að sannfæra slíka leikmenn um að ganga til liðs við Arsenal. Það er mjög gott ef Arsenal getur borgað það sem þarf fyrir stóran leikmann á borð við Luis Suarez og staðið af sér samkeppni liða á borð við Real Madrid. Luis Suarez er sömuleiðis mikilvægur hlekkur í liði Liverpool og stjórnin hjá Liverpool er ekki sú þægilegasta í samningaviðræðum. Sjáum til dæmis það sem þeir náðu að kreista út fyrir Torres (50 milljónir punda). Stóra leikmenn sem eru lykilmenn í sínum liðum mun ALLTAF taka lengri tíma heldur en að fá bara einhvern Yaya Sanogo.

Verum bara aðeins rólegir, Arsenal eru með flottan hóp af leikmönnum í sjálfu sér sem eru líklegir til að vera flottir í vetur en það þarf fleiri hágæðaleikmenn og þeir fást ekki á hverju strái. Því treysti ég því að ef ekkert verður að gert í sumar, þá sé það ekki vegna þess að Wenger hafi ekki viljað styrkja liðið. Leikmennirnir sem hentuðu hafi einfaldlega ekki verið í boði. Arsenal eru að mínu mati með dúndurhóp í höndunum sem sýndi ótrúlegan karakter á seinustu leiktíð. Þeir eru með marga frábæra unga leikmenn sem þyrstir einnig í að sanna sig hjá félaginu. Liðið er að vísu pínu óslípaður demantur en með tímanum á að vera raunhæft að stefna á toppinn þó það gerist ekki endilega í ár!
 Greinarhöfundur: Eyþór Oddsson

Comments

comments