Uncategorized — 25/11/2012 at 12:26

Kemur Huntelaar í Janúar ?

by

Þar sem nú líður senn að lokum þessa árs og Janúar glugginn svokallaði opnar eftir aðeins rétt rúmlega einn mánuð þá eru nokkrir leikmenn sem eru sterklega orðaðir við Arsenal þessa daganna.

Fyrst ber að telja Klaas-Jan Huntelaar en hann spilar núna með Schalke og samningurinn hans við liðið rennur út næsta sumar. Sagt er að Wenger sé að undirbúa 6 milljóna punda tilboð í Huntelaar. Þetta er eki í fyrsta skiptið sem Huntelaar er orðaður við Arsenal en þar sem Van Persie er nú farinn frá félaginu þá er þetta talið mjög líklegt en þeir tveir eru ekki beint bestu vinir. Huntelaar var markahæstur í Þýsku deildinni á síðustu leiktíð með samtals 29 mörk og því yrði nú ekki slæmt að fá hann til liðsins fyrir 6-10 milljónir punda. Erik Meyer, fyrrverandi leikmaður Liverpool segist hafa þetta eftir traustum heimildum en þeir eru með sama umboðsmann. Huntelaar er 29 ára.

Næsti leikmaður sem er orðaður við Arsenal er hinn eini sanni Stewart Downing (vonandi er ekkert til í þessu) en talað er um að Wenger sé tilbúið að borga 10 milljónir punda fyrir hann. Hann hefur ekkert getað síðan hann var keyptur til Liverpool fyrir um 20 milljónir punda en Wenger virðist hafa voðalega mikið álít á kauða.

Mauro Zarate, leikmaður Lazio á Ítalíu er einnig orðaður við Arsenal þessa dagana en þessi fyrrverandi leikmaður Birmingham. Zarate hefur leikið með Lazio síðan árið 2008 og hefur leikið rétt rúmlega 100 leiki fyrir félagið og skorað 25 mörk. Hann var lánaður til Inter Milan í fyrra þar sem hann skoraði 2 mörk í 22 leikjum. Liverpool og Stoke eru einnig sögð hafa áhuga á Zarate. ( Mitt mat er það að Zarate sé engann veginn nógu góður fyrir Arsenal)

 

Comments

comments