Uncategorized — 23/10/2014 at 09:54

Góður sigur hjá Arsenal í gær

by

RSC Anderlecht v Arsenal FC - UEFA Champions League

Arsenal vann 2-1 sigur á Anderlecht í gær en hann var ekki auðveldur.

Gibbs jafnaði leikinn á 89. mínútu og Lukas Podolski sá til þess að Arsenal fór með öll stigin þrjú heim með marki á 91. mínútu.

Wenger tefldi fram Emi Martinez í marki þar sem Szczesny var í leikbanni og Ospina er meiddur. Á bekknum var svo hinn 17 ára Ryan Huddart sem er markmaður númer fimm hjá Skyttunum.

Töluvert jafnræði var í fyrri hálfleik, Arsenal var meira með boltan en einungis eitt hálffæri kom í hálfleiknum en það var skalli frá Welbeck.

Seinni hálfleikur var nokkuð tvískiptur. Arsenal fékk tvo góð færi og eitt frábært. Alexis skallaði eða ætlaði að skalla en fór í öxlina á honum og beint á markið, Ramsey skaut framhjá í góðri stöðu og markvörður Belgana varði frábærlega frá Cazorla þegar hann var kominn einn í gegn. Þá slokknaði á Arsenal og Anderlect skoraði og voru mjög óheppnir að skora ekki aftur.

Wenger setti þá Chamberlain, Podolski og Campbell inn á sem breytti leiknum og Arsenal náði að skora eins og fyrr segir tvö mörk á síðustu mínútum leiksins.

3 stig í hús og geta bæði Arsenal og Dortmund tryggt sér sæti í 16-liða úrslitin í næstu umferð.

SHG

Comments

comments