Uncategorized — 24/03/2014 at 19:35

Góðgerðarhlaupið Be a Gunner be a Runner

by

unnamed

Leiðin sem farið verður

Laugardaginn 5. apríl mun Arsenal halda árlegt góðgerðarhlaup sitt, þar sem hlaupið verður 10 hringir (6,4km) um Emirates Stadium til styrktar Arsenal foundations.

Arsenal klúbburinn á Íslandi mun taka þátt í þessu verkefni í ár í annað skiptið, en mæting verður við Árbæjarlaug kl 11 og hlaupinn verður hringur í Elliðaárdalnum.

Leiðin sem farið verður byrjar frá Fylkisvelli, þaðan er fylgt veginum þar til komið er að Höfðabakkabrúnni, við hlaupum undir hana, niður Dalinn, framhjá BootCamp/CrossFit stöðinni við Rafstöðvarveg, frá BootCamp er hlaupið ca 400 metra áfram og þaðan tekið beygju til vinstri og hlaupið yfir brúnna yfir Elliðaánni.

Frá brúnni er farið til vinstri og fylgt veginum, farið undir Höfðabakkabrúnna hinum megin, hlaupið áfram meðfram veginum þar til þið beygið aftur inn að Árbæjarlaug/Fylkisvelli.

Skráningar verða að hafa borist fyrir kl 12 föstudaginn 28. mars á hilmar@arsenal.is.

Comments

comments