Uncategorized — 22/05/2015 at 11:57

Gnabry þyrstir í að spila með aðalliðinu

by

Serge Gnabry

Þýska undrabarnið Serge Gnabry telur sig vera tilbúinn til að heilla Arsene Wenger á næstkomandi undirbúningstímabili og vinna sér þar með inn sæti í aðalliðinu.

Gnabry hefur verið mikið frá vegna meiðsla á leiktíðinni en hann hefur verið meiðslafrír í nokkra mánuði og spilað með varaliði Arsenal.

,,Ég er að vonast til þess að geta gert eitthvað á undirbúningstímabilinu svo að stjórinn sjái að ég er snúinn aftur. Ég vona að undirbúningstímabilið gangi vel fyrir mig og ég geti sýnt mig og sannað.”

,,Undirbúningstímabilið er þarna fyrir alla að sýna hvað þeir hafa upp á að bjóða. Þetta er byrjunin á tímabilinu svo að það er allt nýtt og ég vona að ég nái að heilla stjóran. Ég býst við að ég fari með aðalliðinu en ég á einnig að vera með þýska U-21 liðinu á EM U-21 landsliða svo að við sjáum hvað gerist eftir það.”

,,Ég kom hingað með þann draum að spila fyrir aðallið Arsenal og það gerði ég fyrir meiðslin. Ég vonast til að geta fengið önnur tækifæri með aðalliðinu á næsta tímabili,” sagði Gnabry.

EEO

Comments

comments