Uncategorized — 28/02/2015 at 11:30

Gnabry: Þetta er eins og draumur að vera hérna

by

Gnabry

Þýski táningurinn Serge Gnabry er stoltur Arsenal maður samkvæmt viðtali sem birtist á Arsenal.com á dögunum.

Þar talar Gnabry um að hann, Hector Bellerin og Chuba Akpom sem hafa verið að fá tækifæri hjá aðalliðinu í vetur, séu miklir vinir eftir að hafa komið í akademíu liðsins á 16 ára aldri.

Vic Akers kom til mín þegar ég var í ræktinni og bað mig um að koma með sér. Ég labbaði með honum og vissi ekki neitt og hann kom mér á óvart með því að taka mig inn í búningsherbergi aðalliðsins, sýndi mér básinn minn og sagði að þetta væri minn staður núna.

Ég var hissa, í sjokki og bjóst ekki við þessu um morguninn sem ég mætti á æfingu. Þetta var bara enn einn dagurinn sem ég einbeitti mér að æfingum. Þetta hefur verið mjög spennandi og ég er ánægður með að vera í aðalliðinu núna.

Ég, Hector og Chuba höfum farið langa leið að þessu. Við byrjuðum hér 16 ára, sem var fyrir þremur árum og ég man ennþá tíman sem ég labbaði í hinn enda byggingarinnar.

Þetta er það sem þig dreymir um, þú vonast bara eftir því og núna er það komið, þetta er spennandi fyrir mér. Núna verður þú að fara út og sýna hvað þú getur gert.

Við höfum öll séð hvað Hector Bellerin getur þar sem að fyrir nokkrum mánuðum talaði enginn um hann. Ég er mjög ánægður með hann, við erum nánir vinir og sömuleiðis Chuba, svo að ég er mjög ánægður með að við tókum þetta skref saman.

EEO

Comments

comments