Uncategorized — 10/02/2015 at 18:51

Gnabry snúinn aftur!

by

Serge Gnabry

Þýska undrabarnið Serge Gnabry er snúinn aftur á fótboltavöllinn eftir fjóra mánuði frá vegna hnémeiðsla.

U-21 lið Arsenal heimsótti Newcastle og sigraði 2-1 en Gnabry byrjaði leikinn og spilaði 65 mínútur í leiknum.

Gnabry hefur verið meiddur meira og minna síðastliðna 11 mánuðina en hann spilaði með U-21 gegn Blackburn í október en fékk bakslag í meiðslin.

Serge Gnabry:
Ég hef verið að æfa með aðalliðinu. Ég vil snúa aftur að spila þeim sem fyrst. Ég er núna búinn að æfa í tvær vikur, spilað fyrsta leikinn og mér líður vel.

Mér er ekki illt lengur svo að ég sný aftur vonandi sem fyrst. Mér líður vel. Mér líður mun betur en í október. Þetta hefur verið langur og erfiður tími fyrir mig – í kringum 11 mánuðir, svo að ég er bara ánægður með að vera kominn aftur.

Ég verð bara að halda áfram að setja pressu. Æfingarnar eru mjög mikilvægar en ég hef auðvitað ekki spilað í góðan tíma svo að ég er pínu ryðgaður. Ég vona að það verði betra með tímanum.

Comments

comments