Gluggalok og Newcastle leikurinn

Ég held að þetta hafi verið mest spennandi og skemmtilegasti félagsskipta gluggi sem ég man eftir sem Arsenal stuðningsmaður í yfir 30 ár. Þetta leit ekkert rosalega spennandi út í fyrstu en svo bara kom sprengja með kaupunum á Pepe og svo enn annað óvænt twist þegar David Luiz skrifaði undir. Fyrsti leikurinn í deildinni búinn en Liverpool og Norwich spiluðu í kvöld og þar enduðu leikar 4-1 fyrir Liverpool. Okkar lið á ekki leik fyrr en á Sunnudaginn svo maður bíður enn spenntur.

Ég veit ekki alveg hver lak því út að Arsenal hefði bara 45 milljónir punda til að eyða í nýja leikmenn í sumar en ég held að það hafi samt sem áður verið snilldar bragð. Samtals eyddi Arsenal um 140 milljónum punda að vísu þarf að setja inn í þá jöfnu að töluvert af þessum milljónum verða borgaðar næstu 5 ár. Ég er enginn fjármála snillingur og ég hef í raun engar staðfestar tölur um þessi kaup en þetta er það sem ég hef lesið hingað og þangað um netið.  Fyrir Saliba var greytt út um 5 milljónir punda, restin verður greydd næsta sumar, fyrir Ceballos var það um 12 milljónir punda sem kostaði að fá hann á láni í eytt ár, fyrir Pepe var greitt út um 15 milljónir punda, restin greydd út næstu 5 árin, fyrir Tierney um 20 milljónir punda, restin næsta sumar. og svo David Luiz um 8 milljónir punda sem gerir samtals um 60 milljónir punda sem fóru út af bankareikningi Arsenal í sumar. Síðan seldum við nokkra leikmenn, Bielik fór á 7 milljónir punda, Koscielny á um 5 milljónir punda og Iwobi á 35 milljónir punda, Jenkinson á 2 milljónir punda. Þannig að inná reikninginn kom svo aftur um 50 milljónir punda.
Þannig að í raun skuldsetti Arsenal sig fyrir 80 milljónum punda sem verður borgað næstu 5 árin en í sumar fóru í raun bara 10 milljónir útaf bankareikningum hjá Arsenal.

Reyndar hefur verið gefið í skyn að svo gæti farið að bæði Mustafi, Elneny og jafnvel Mkitaryan gætu verið seldir frá félaginu á næstu dögum þar sem félagsskipta glugginn er enn opinn í Evrópu, Arsenal má selja leikmenn en ekki kaupa.

Alexander Iwobi sendi frá sér þessi skilaboð í gærdag eftir að ljóst var að hann væri orðinn leikmaður Everton.

Eins og áður sagði þá er einn leikur búinn af þessari fyrstu umferð í Ensku Úrvalsdeildinni á þessu tímabili, fyrsta mark tímabilsins var sjálfsmark frá Grant Hanley og á eftir fylgdu svo mörk frá Mo Salah, Van Dijk og Origi, Teemu Pukki náði svo að skora eitt fyrir Norwich í 4-1 sigri Liverpool.

Í dag eru svo nokkrir leikir á dagskrá, West Ham – Man City, Bournemouth – Sheff Utd, Burnely – Southampton, Crystal palace – Everton, Watford – Brighton, Tottenham – Aston Villa.

Og að okar leik á Sunnudaginn.  Arsenal hefur unnið síðustu 12 af 13 leikjum gegn Newcastle, tapið kom í leik á St. James park í Apríl árið 2018 þar sem Arsenal tapaði 2-1. Arsenal hefur ekki verið að ganga neitt sérlega vel á útivöllum  undanfarið og við héldum hreinu í aðeins einum leik á útivelli á síðustu leiktíð, sem er pínu bömmer. Dómari í þessum leik er Martin Atkinson.
Meiddir hjá Newcastle eru: Yedlin, Gayle, Lejeune, Colback og Richie
Meiddir hjá Arsenal eru: Bellerin, Tierney, Holding, Mavropanos og Smith Rowe. Ozil mun sennilega ekki spila. Pepe mun að öllum líkindum aðeins ná að vera á bekknum í þessum leik þar sem hann hefur ekki æft lengi eftir Afríkukeppnina.

Líklegt byrjunarlið er þetta:

Hér er svo frægasta mark sem hefur verið skorað af Arsenal á St.James Park