Uncategorized — 28/02/2015 at 12:03

Giroud: Þetta var ekki minn dagur

by

Giroud

Framherjinn Olivier Giroud var svekktur með frammistöðu sína í tapleiknum gegn Monaco á miðvikudagskvöld.

Giroud klúðraði nokkrum dauðafærum og átti erfitt með að koma boltanum á markið. Hann og liðið munu koma sterkir til baka að hans sögn.

Ég er ekki betri eða verri leikmaður en ég var á miðvikudaginn. Þetta er spurning um að vera sterkur áfram og hafa sjálfstraust.

Ég er sár, eiginlega meira en svekktur, þetta var vandræðalegt. Ég hef aldrei gefist upp á ferlinum og hef átt erfiða tíma áður.

Þetta var erfitt því það gekk ekkert upp. Ég reyndi að halda einbeitingu en ég skil af hverju stjórinn vildi skipta mér útaf. Þetta var ekki minn dagur.

Þegar þú ert framherji býst fólk við meiru af þér. Ég hef gert vel að undanförnu og skorað nokkuð af mörkum en þegar þú klúðrar svona færum, þá ferðu ósjálfrátt að setja spurningamerki við sjálfan þig. Ég mun halda áfram að leggja hart að mér og koma til baka eins snemma og kostur er.
Olivier Giroud

Comments

comments