Uncategorized — 23/03/2015 at 08:40

Giroud sá um Newcastle

by

Giroud_vs_Newcastle

Arsenal fór til Newcastle á laugardaginn og varð að vinna þar sem Man City hafði unnið fyrr um daginn.

Arsenal spilaði virkilega vel í fyrri hálfleik og engin þreytumerki eftir leikinn gegn Mónakó að sjá. Giroud skoraði tvö mörk með fjögra mínútna millibili og þannig var staðan í hálfleik. En hvort það var þreyta, kæruleysi eða vanmat þá mættu Arsenal ekki leiks í síðari hálfleik.

Newcastle var miklu betra og náðu strax að minnka muninn, en lengra komust heimamenn ekki og Arsenal tóku 3 stigin með sér heim.

Í gær unnu svo Chelsea og Man Utd og staða efstu liða því þannig:

Staða lið Leikir Stig
1 Chelsea 29 67
2 Man City 30 61
3 Arsenal 30 60
4 Man Utd 30 59
5 Liverpool 30 54

SHG

Comments

comments