Uncategorized — 16/02/2015 at 09:12

Giroud sá um Boro – dregið í kvöld

by

OllievsNewcastle

Arsenal fengu toppbaráttulið Championship deildarinnar frá Middlesbrough í heimsókn í gær.

Það var Olivier Giroud sem sá um Middlesbrough með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili um miðbik fyrri hálfleiks en leikurinn endaði 2-0.

Arsenal hefði hæglega getað unnið stærra en markvörður Middlesbrough átti góðan leik.

Arsene Wenger í viðtali við Arsenal.com:
Við stýrðum leiknum frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Þeir áttu eitt tækifæri með skalla en í heildina er ég ánægður með hvernig við sóttum og vörðumst og hvernig við spiluðum sem lið með góða einbeitingu í 90 mínútur.

Ég trúi því að Giroud sé annar og betri leikmaður í dag en hann var þegar hann kom hingað. Hann skilur hvað topp klassa fótbolti krefst af þér, hann vinnur með mikilli einbeitingu á æfingum og hefur bætt hreyfanleikan helling, tæknileg gæði og hann er einnig mjög líkamlega sterkur.

EEO

Comments

comments