Uncategorized — 17/10/2012 at 23:18

Giroud og Mertesacker skoruðu

by

Leikmenn Arsenal hafa verið með landsliðum sínum nú síðustu vikuna og var leikið á Þriðjudagskvöldið í undankeppni HM ásamt því að leikur Englendinga fór fram á Miðvikudag.

Alex Oxlade-Chamberlain kom inná á 73 mínútu í seinkuðum landsleik Póllands og Englands sem fór 1-1.
Thomas Vermaelen spilaði allan leik Belga gegn Skotum sem fór 2-0 fyrir Belgum.
Þýskaland með þá Lukas Podolski og Per Mertesacker í liðinu gerði 4-4 jafntefli við Svíþjóð og skoraði Per Mertesacker fyrsta landsliðs mark sitt. Podolski kom inná á 87 mínútu.
Johan Djourou spilaði allan leik Sviss gegn Íslandi á Laugardalsvellinum. Sviss vann leikinn 2-0.
Oliver Giroud skoraði eina mark Frakklands í 1-1 jafntefli við Spánverja. Laurent Koscielny lék allan leikinn fyrir Frakka en Giroud kom inná á 87 mínútu en markið kom á þeirri 93. Santi Cazorla lék næstum allan þennan leik fyrir Spánverja en hann kom inná á 13 mínútu fyrir David Silva sem meiddist.

Mörk Giroud og Mertesacker geturðu séð hér að neðan.


szólj hozzá: G3-0S www.fasthighlights.com

Mark Per Mertesacker


Giroud by SpheraChannel

Mark Oliver Giroud

Comments

comments