Uncategorized — 16/07/2015 at 12:00

Giroud: Hvers vegna ekki að vinna deildina?

by

Manchester City v Arsenal - FA Community Shield

,,Þú verður að eiga við samkeppni alltaf og það hefur hjálpað mér að verða betri. Fólk er alltaf að tala um mismunandi leikmenn. Ég einbeiti mér að sjálfum mér og reyni að bæta leik minn. Sem lið erum við að bæta okkur og erum ánægðir með það.”

,,Ég er ekki með nákvæmt markmið fyrir næstu leiktíð en ég vill bæta mig, svo að ég vill skora fleiri mörk en á síðasta ári. Það væri frábært að skora allavega 15-20 mörk. Metið mitt er 16 í úrvalsdeildinni og ég vill bæta það. Ég hef liðsmarkmið um að vinna allavega einn titil, þann fjórða síðan ég kom hingað. Ég vill virkilega vinna einn og hví ekki deildina þetta árið?”

,,Vissulega hef ég bætt tækni mína með löppunum. Tæknilega er það alltaf frábært að læra af frábærum liðsfélögum í kringum mig. Á þennan hátt bæti ég mig og einnig með hvernig ég nota líkaman. Þetta er mjög mikil líkamleg ákefð á Englandi. Ég tel mig hafa bætt mig líkamlega, tæknilega og er einnig betri liðsmaður. Arsenal er ekki um einn leikmann heldur er þetta lið. Ég reyni að tengjast spilinu og setja upp leikinn.”

,,Ég er ástríðufullur, elska fótbolta og er þakklátur fyrir að hafa þetta að starfi. Aðalatriðið er að gefa allt í þetta á vellinum og sjá ekki eftir neinu því að ferillinn fer svo hratt. Þú ert alltaf að læra og ég reyni að vera góður liðsmaður og góður maður einnig.”

Lukas Podolski, sem áður bar númerið 9 á bakinu er nú farinn frá félaginu en íhugar Giroud að taka níuna?

,,Ég vil ekki skipta um númer. Ég er ekki hjátrúarfullur. Ég er með níuna hjá landsliðinu og það var í boði, en ég vill ekki skipta því að fólk hefur keypt treyjuna mína númer 12. Ég veit að 9 er fyrir sóknarmanninn en ég verð ekki betri í öðru númeri”

Comments

comments