Uncategorized — 29/04/2015 at 10:55

Giroud: Getum unnið titilinn á næsta tímabili

by

Giroud

Franski framherjinn Olivier Giroud telur að Arsenal hafi næg gæði til að lyfta Englandsmeistaratitlinum og trúir að liðið geti bundið enda á 12 ára eyðimerkurgöngu Arsenal í leit að Englandsmeistaratitli.

Arsenal hafa verið eitt heitasta lið Evrópu á árinu og má það þakka aukinni áhugahvöt liðsins vegna meiri samkeppni í liðinu þar sem færri leikmenn hafa verið á meiðslalista.

Já, ég tel að við getum það. Vonandi fáum við færri meiðsli og ef við höldum þessum hóp sem við erum með og bætum við einum eða tveimur getum við átt frábært tímabil að ári.

Ég veit við getum enn bætt okkur eins og við höfum gert síðan ég kom til félagsins. Ég er stoltur af því og ánægður með það. Ég vil bara halda svona áfram og ég veit að ef við höldum okkar bestu mönnum, einbeitingunni og liðsandanum er ég viss um að við getum farið í titilbaráttu.

Andlegur styrkur er mjög mikilvægur þegar þú ert fótboltamaður og jafnvel meiri sem framherji. Þú ert með fólk sem efast um þína hæfileika og þú verður að trúa að þú getir alltaf komið til baka.

Ef þú klúðrar færum í einum leik er það ekki því þú misstir hæfileika eða trú á sjálfum þér. Þú verður að vera trúr gæðum þínum. Það er hluti af því að vera leikmaður að vera sterkur andlega.

Í fótbolta verður þú að spyrja sjálfan þig í hverjum leik, vera tilbúinn í hausnum og verður að vera 100% ákveðinn ef þú vilt halda áfram í leik.

EEO

Comments

comments