Uncategorized — 25/08/2014 at 23:02

Giroud frá í þrjá mánuði?

by

Manchester City v Arsenal - FA Community Shield

Nýjustu fréttirnar úr herbúðum Arsenal eru þær að framherjinn Olivier Giroud sé frá í þrjá mánuði.

Fréttirnar eru ekki jákvæðar fyrir leikmanna hóp Arsenal sem var að flestra mati frekar þunnur fyrir á þessum hluta vallarins.
Talað er um að hann geti misst allt að þrjá mánuði af tímabilinu. sem þýðir líklegast að Wenger þurfi að versla eða treysta á óreyndan Yaya Sanogo í framherja stöðuna.
Strax hafa nöfn eins og Danny Welbeck og Loic Remy verið nefnd en undirritaður vonar að Wenger skjóti hærra en það og auðvitað er aldrei að vita hvað meistari Wenger gerir í þessari stöðu.

Eins og er þá skilur þetta eftir sig skarð sem þarf að fylla fyrir komandi leik í umspili fyrir riðlakeppni meistaradeildarinnar sem er auðvitað leikur sem Arsenal þarf að vinna.
Vonum að Wenger og stjórnin vinni hratt og skjótt í þessu máli og að lausn verði fundin sem fyrst.

Magnús P.

Comments

comments