Uncategorized — 26/06/2012 at 11:38

Giroud er kominn

by

Arsenal staðfesti í morgun kaup sín á Olivier Giroud, 25 ára sóknarmanni frá Frakklandi.

Giroud skoraði 21 mark í 36 leikjum fyrir Montpellier í deildinni og það hjálpaði liði hans til þess að verða franskur meistari auk þess sem hann varð markahæsti leikmaður deildarinnar. Giroud á það sameiginlegt með Laurent Koscielny að hann hefur verið að vinna sig upp úr neðri deildum Frakklands en núna er bara að bíða og sjá hvernig hann plummar sig í ensku deildinni.

SHG

P.S. Arsenal F.C. hefði alveg mátt strauja buxurnar áður en hann var settur í myndatöku.

Comments

comments