Uncategorized — 18/02/2015 at 08:38

Gibbs: Getum barist á þremur vígstöðum

by

Kieran Gibbs

Bakvörðurinn Kieran Gibbs trúir því að Arsenal sé með nógu sterkan hóp til að berjast í Meistaradeildinni, bikarnum og að markmiði sínu í deildinni.

Kieran Gibbs hefur misst sæti sitt í vinstri bakverðinum að undanförnu vegna góðrar frammistöðu Nacho Monreal á meðan Gibbs var meiddur en Gibbs er þolinmóður og leggur hart að sér til að vinna sæti sitt aftur.

Þetta er örugglega í fyrsta skipti sem þetta er svona í svolítinn tíma. Það hefur verið auðveldara þegar ég hef verið valinn í fortíðinni. Núna þegar allir eru heilir þá geturðu augljóslega bara verið með ellefu leikmenn á vellinum.

Við þurfum stóran hóp og höfum hópinn til að berjast á öllum þremur vígstöðum á tímabilinu. Við erum hungraðir í að verja FA Cup titilinn. Við munum ekki hugsa þannig að af því að við unnum í fyrra sé þetta ekki í forgangi, því allar keppnir eru í forgangi.

Ég þarf að vera þolinmóður þar til ég spila og nýta tækifærin mín. Við Arsene töluðum saman um daginn og hann segir að síðan ég kom til baka úr meiðslum hefur Nacho verið að spila vel og gefið mér góða samkeppni.

Hann vill að ég haldi einbeitingu, því meira sem við erum báðir í topp leikformi, því betra er það fyrir liðið.

Heimild: SkySports
EEO

Comments

comments