Uncategorized — 14/06/2011 at 09:48

Gervinho í góðu sambandi við Arsenal

by


Frederic Paquet, almennur framkvæmdarstjóri Lille segir að Gervinho langi til Englands og að hann sé nú þegar búinn að koma sér í gott samband við Arsenal. Paris St German vildi einnig reyna að fá Gervinho til sín en Lille er ekki tilbúið að selja til liðs í sömu deild.

Gervinho skoraði 15 mörk og lagði upp 10 á síðasta vetri og varð Franskur meistari með Lille. Hann er um 180cm hár og er fæddur 27 Maí 1987 og er því 24 ára. Hann er frá Fílabeinsströndinni.

Á meðan Lille er tilbúið til að selja Gervinho þá eru þeir algjörlega á móti því að selja samherja Gervinho hjá Lille, Eden Hazard og segja hann vera “untransferable”.

Comments

comments