Uncategorized — 15/09/2011 at 23:28

Gervinho: 3 leikja bann var langur tími

by

Einn af nýju leikmönnunum, Gervinho segist varla geta beðið eftir því að fá að spila aftur í Úrvalsdeildinni en hann hefur nú lokið við að taka út sitt þriggja leikja bann sem hann fékk í fyrsta leiknum í Ágúst. Hann var í stuttu viðtali hjá SkySports og er hér þýðing á því.

“Þessi leiktíð hefur verið bæði byrjun og stöðnun fyrir mig, ég fékk þetta rauða spjald og hef verið mjög óánægður með sjálfan mig síðan það gerðist, ég hef ekki enn leikið í Úrvalsdeildinni á heimavelli svo ég þakka guði fyrir það að biðin er á enda þó svo ég fái ekki að spila á heimavelli strax. Ég hlakka mikið til að fá að spila aftur um næstu helgi.”

“Okkur gekk vel í Meistaradeildinni í vikunni, það var gott að koma frá Þýskalandi með 1 stig. Dortmund er mjög gott lið en að fá á sig mark þegar einungis 3 mínútur voru eftir af leiknum var svipað og að tapa leiknum en það er nú svo að ef maður vinnur leikina á heimavelli í Meistaradeildinni þá er jafntefli á útivelli mjög gott.”

“Nú verðum við að einbeita okkur að Úrvalsdeildinni og vona að Chelsea og Manchester United tapi stigum þar sem þau munu spila hvort við annað. Mér gengur vel að aðlagast hér í Englandi og eru félagar mínir hér hjá Arsenal allir af vilja gerðir til að hjálpa mér við að aðlagast ásamt því að Salomon Kalou hjá Chelsea er góður vinur minn og hjálpar mér mikið en Kalou er frá Fílabeinsströndinni og leika þeir saman með landsliðinu.”

Gervinho verður væntanlega í byrjunarliði Arsenal gegn Blackburn á Laugardaginn en leikurinn byrjar klukkan 11:45.

 

Comments

comments