Uncategorized — 07/05/2015 at 10:11

Gabriel Paulista var næstum hættur í fótbolta

by

gun__1422461110_gabriel_sign1

Varnarmaðurinn Gabriel Paulista greinir frá því í viðtali hjá Arsenal.com að hann hafi verið nálægt því að hætta í fótbolta þegar hann var ungur, en með þrautseigjunni gafst hann ekki upp og er hjá Arsenal í dag.

Gabriel Paulista er fæddur 26. nóvember 1990 og verður því 25 ára á árinu, en hann er frá Brasilíu og spilaði fyrir Vitoria þar í landi áður en hann gekk til liðs við Villarreal, þar sem hann var þar til hann gekk til liðs við Arsenal í janúar.

Það var í Copa Sao Paulo, frægustu keppni fyrir unga knattspyrnumenn í Brasílíu. Ég var að spila fyrir Taboao da Serra og Vitoria var í sama riðli.

Við komumst ekki upp úr riðlinum okkar en ég spilaði vel og þá kallaði Vitoria mig á þriggja mánaða reynslu í Salvador. Guði sé lof gekk það vel. Fyrsti mánuðurinn var mér auðveldur því ég var að leita að einhverju nýju, en tíminn leið og ég fékk enga endurgjöf og tímarnir urðu erfiðari.

Ég átti enga peninga, jafnvel fyrir einfalda hluti eins og að fara út með vinum mínum. Það voru tímar sem ég hugsaði um að hætta því ég var alltaf einn en ég endurtók oft við sjálfan mig: ,,Þetta er draumur minn, ég verð að leggja mig meira fram, ef ég held mér niðri á jörðinni mun ég ná árangri”

Ég ímyndaði mér aldrei að spila í Englandi, en þegar við áttum undirbúningstímabilsleiki hér, þá byrjaði ég að horfa meira á enskan fótbolta og vildi koma í úrvalsdeildarlið.

Ég talaði við umboðsmann minn og við áttum vinalegar samræður um þrá mína um að komast að hjá toppliði á Englandi. Mánuðum seinna kom tilboðið frá Arsenal, mér til mikillar ánægju og allt gengur vel.
– Gabriel Paulista

EEO

Comments

comments