Uncategorized — 29/01/2015 at 15:03

,,Gabriel Paulista er metnaðarfullur og einbeittur”

by

gun__1422461110_gabriel_sign1

Nýjasta viðbót Arsenal í leikmannahópinn er brasilski varnarmaðurinn Gabriel Paulista. Paulista er 24 ára gamall og kemur úr herbúðum Villarreal, en Joel Campbell var lánaður til baka á sama tíma.

Arsene Wenger hefur mikla trú á Paulista og telur að hann verði fljótur að aðlagast aðstæðum á Englandi.

Hann er fljótur, góður í einvígum og er stór svo að hann getur aðlagast enskum fótbolta. Kannski tekur það smá stund að aðlagast að fullu en yfir allt er gott að hafa fengið hann.

Hann er mjög metnaðarfullur, einbeittur og tekur starfi sínu alvarlega. Það eru mjög mikilvægir eiginleikar í okkar starfi að vera 100% einbeittur.

Mér líkar við menn sem koma upp úr engu og geta aðlagast. Frá Brasilíu þurfti hann að aðlagast Spáni og nú Englandi. Það þýðir að hann hefur þegar stokkið til og aðlagast nýju landi.

Við þurftum annan miðvörð því við misstum Debuchy. Monreal getur líka spilað þarna en við erum frekar fámannaðir ef eitthvað kemur upp á, sérstaklega með vandamálið í hælnum hjá Koscielny frá byrjun tímabilsins.

Við þurftum einhvern til að auka breiddina og Gabriel getur líka spilað bakverði báðum megin, sem er mjög gott.

EEO

Comments

comments