Uncategorized — 04/03/2015 at 23:13

Gabriel meiddur – Wenger: Vanalega 21 dagur, ekki ár!

by

gun__1422461110_gabriel_sign1

Arsenal sigraði Queens Park Rangers 2-1 á Loftus Road fyrr í kvöld en það voru Olivier Giroud og Alexis Sanchez sem sáu um mörk Arsenal manna að þessu sinni.

Gabriel Paulista byrjaði sinn annan leik í röð og hafði spilað ágætlega þar til hann var tekinn útaf á 36. mínútu vegna meiðsla.

Ekki er vitað nákvæmlega hvað hann verður lengi frá, en meiðslin eru vöðvameiðsli og eiga sér stað í Hamstrings vöðvahópnum, sem eru ein algengustu meiðsli knattspyrnumanna.

Þetta eru meiðsli í hnésbótarsin (hamstring). Þetta var nógu slæmt til að hann þurfti að fara útaf. Þetta tekur vanalega 21 dag, ekki 21 ár!
Arsene Wenger með húmorinn á hreinu

Comments

comments