Uncategorized — 16/04/2015 at 00:35

Fyrstu “kaup” sumarsins gengin í garð

by

Wenger

Sóknarmaðurinn Wellington Silva gekk til liðs við Arsenal fyrir fjórum árum síðan en hefur gengið erfiðlega að fá atvinnuleyfi.

Fréttamiðillinn BBC greinir frá því í dag að Wellington Silva hafi hlotið spænskan ríkisborgararétt í dag og þarf því ekki sér atvinnuleyfi lengur til að spila á Englandi.

Hann mun því bætast við leikmannahóp Arsenal í sumar en fróðlegt verður að sjá hversu stórt hlutverk bíður hans en hann hefur spilað fyrir Levante, Alcoyano, Ponferradina, Murcia og nú síðast Almeria á láni síðan hann gekk til liðs við Arsenal fyrir fjórum árum.

Comments

comments